top of page

Kynningar á áætlunum

 

Fulltrúar áætlananna eru í samstarfshóp sem hittist reglulega. Einn liður í þessu samstarfi er árleg kynning áætlananna þar sem gestum og gangandi er boðið að kynna sér þau tækifæri sem bjóðast í Evrópusamstarfi. Einnig hefur hópurinn staðið fyrir smærri og stærri kynningum víðsvegar um landið þegar óskað hefur verið eftir því. Árið 2013 stóð hópurinn fyrir sameiginlegri uppskeruhátið í Hafnarhúsinu til að fagna 20 ára þáttöku Íslendinga í Evrópusamstarfi. Þar voru m.a. kynnt 50 verkefni sem unnin voru með styrk frá ESB. Þær stofnanir sem hafa umsjón með samstarfsáætlunum ESB á Íslandi halda á hverju ári svokallaðan Evrópudag þar sem allar áætlanirnar eru kynntar. Undanfarin ár hefur þessi kynning verið haldin í byrjun árs á Háskólatorgi. Einnig hefur verið samstarf um smærri og stærri kynningar á höfuðborgarsvæðinu sem og víðsvegar um landsbyggðina.

 

Þriðjudaginn 24. janúar 2017

Háskólanum í Reykjavík kl. 11-13 í Sólinni

Háskóla Íslands kl. 14-16 á Háskólatorgi

 

Þriðjudaginn 24. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfs­áætlana og þjónustu­skrifstofa ásamt sendinefnd ESB kynna styrki og samstarfs­möguleika í Evrópu­samstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:00-16:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

 
Samstarfsáætlanir ESB styrkja íslensk fyrirtæki, stofnanir og skóla um 2,3 milljarða á ári 

Árið 2016 hlutu íslensk fyrirtæki, stofnanir, skólar, félagasamtök og einstaklingar rúmlega 2,3 milljarða króna, eða um  19,4 milljónir evra, í styrki úr samstarfsáætlunum ESB. Stærstu styrkirnir fóru í rannsóknar-, nýsköpunar og menntaverkefni en háir styrkir fengust sömuleiðis til æskulýðsmála, menningar, kvikmyndagerðar, jafnréttismála, atvinnumála, fyrirtækjasamstarfs og almannavarna.

 

Evrópusamvinna er samstarfsvettvangur samstarfsáætlana ESB á Íslandi, Þar er að finna upplýsingar um allar samstarfsáætlanir sem Ísland er þátttakandi í innan Evrópusambandsins. Áætlanirnar eru reknar af mismunandi aðilum og er vefsíðunni ætlað að auðvelda yfirsýn yfir helstu áætlanir sem Íslendingar taka þátt í, en allt frá tilkomu EES samningsins árið 1993 hafa íslenskir aðilar tekið virkan þátt í margs konar Evrópusamstarfi. Á síðunni er einnig að finna kort með heildstæðu yfirliti frá árinu 2000 um dreifingu styrkja milli landsvæða og sveitarfélaga.

 

Áætlanir sem verða kynntar:

 • Almannavarnaráætlunin

 • COST rannsóknasamstarf

 • Creative Europe – kvikmyndir og menning

 • Enterpise Europe Network

 • Erasmus for Young Entrepreneurs

 • Erasmus+ menntun, æskulýðsmál og íþróttir

 • eTwinning – rafrænt skólasamstarf

 • Euraxess – evrópskt rannsóknarstarfatorg

 • EURES – evrópsk vinnumiðlun

 • Europass – evrópsk ferilskrá og færnipassi

 • Evrópa unga fólksins

 • Heilbrigðisáætlun ESB

 • Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun

 • Atlantshafssamstarf

 • Nordplus – norræn menntaáætlun

 • Rights, Equality and Citizenship Programme

 • Uppbyggingarsjóður EES
   

Tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til evrópsks samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.

29. janúar 2016

Þann 28. janúar 2016 var haldin árleg kynning Evrópuáætlana á Háskólatorgi og í Háskólanum í Reykjavík. Hátt í 300 manns mættu á hvorn stað fyrir sig, til að kynna sér þau tækifæri sem bjóðast fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök í Evrópusamstarfi.

Fimmtudaginn 28. janúar 2016

Háskólin í Reykjavík (Sólin) kl. 11:00-13:00

Háskóla Íslands (Háskólatorg) kl. 14:30-16:30.
 

Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrki og samstarfsmöguleika.
 

Tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til evrópsk samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.

22. nóvember 2014

Þann 6. nóvember sl. var haldin árleg kynning Evrópuáætlana á Háskólatorgi. Fjölmargir mættu til að kynna sér þau tækifæri sem bjóðast í Evrópusamstarfi.

19. febrúar 2014

Í dag verður opin kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi í Háskólanum á Akureyri frá kl. 14-16. RANNÍS og Evrópa unga fólksins verða á staðnum og þrjár nýjar Evrópuáætlanir Eramsus+, Horrizon 2020 og Creative Europe. Hvetjum alla á svæðinu til að mæta!

3. mars 2014

Opin kynningarfundur á Erasmus+, Horizon 2020 og Creative Europe á Reyðarfirði á morgun! Hvetjum alla Austfirðinga til að mæta og kynna sér þessi frábæru tækifæri í mennta, æskulýðs, rannsóknar og menningarsamstarfi.

22. desember 2013

Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum síðastliðin 20 ár. Evrópusamvinna fagnaði árangri undanfarinna ára með uppskeruhátíð í Hafnarhúsinu 22. nóvember 2013. Á hátíðinni gátu gestir kynnt sér um 50 verkefni sem hlotið hafa styrki úr áætlunum ESB. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum. 

Please reload

bottom of page