 Evrópskar samstarfsáætlanirÍsland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Hægt er að sækja um styrki til verkefna sem tengjast m.a. menntun á öllum stigum, menningu og listum, rannsóknum og vísindum, jafnréttismálum, vinnumálum og fyrirtækjasamstarfi. |  Kynningar og viðburðirFulltrúar áætlananna eru í samstarfshóp sem hittist reglulega. Einn liður í þessu samstarfi er árleg kynning áætlananna þar sem gestum og gangandi er boðið að kynna sér þau tækifæri sem bjóðast í Evrópusamstarfi |  Styrkir til ÍslandsÁ Íslandi hefur um 300 milljónum evra verið úthlutað í styrki á vegum Evrópusambandsins frá árinu 2000. Hér er hægt að skoða gagnvirkt kort sem sýnir yfirlit þessara styrkja, skipt eftir landshlutum og sveitarfélögum. |
---|