Evrópusamvinna í 30 ár

Ísland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Hægt er að sækja um styrki til verkefna sem tengjast m.a. menntun á öllum stigum, menningu og listum, rannsóknum og vísindum, jafnréttismálum, vinnumálum og fyrirtækjasamstarfi.

Árið 2024 eru 30 ár síðan að samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður og veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Í tilefni af þeim tímamótum er öllum boðið í sérstaka hátíð þar sem Evrópusamvinnu verður fagnað en Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum síðastliðin 30 ár. 

Hátíðin ber yfirskriftina Evrópusamvinna í 30 ár og fer fram miðvikudaginn 8. maí 2024 frá klukkan 14:00 til 18:00 í Kolaportinu.

Á hátíðinni verður fagnað árangri undanfarinna ára með þar sem gestir geta fjölmörg verkefni sem hafa fengið styrki úr áætlunum ESB. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum. 

Evropusamvinn-i-30-ar-1920x1080pxÁ sýningarsvæði hátíðarinnar í Kolaportinu munu sýnendur taka á móti gestum með fróðleik og skemmtun um árangur þeirra verkefna sem styrkt hafa verið og áhrif þeirra á íslenskt samfélag

Þá verður sérstök dagskrá á sviði þar sem styrk verkefni gleðja gesti með söng og tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Evropukakaog að sjálfsögðu verður boðið gestum boðið upp á afmælisköku og kaffi eins og á öllum alvöru afmælishátíðum.

Evrópusamvinna í 30 ár er sannkölluð uppskeruhátíð fyrir íslenskt samfélag og er fólk á öllum aldri velkomið að mæta, fræðast og fagna með okkur. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica